Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 137
133
guðleg forsjón hefir gert og gerir æ til þess,
að frelsa sálir frá kvölum helvítis, þar á
meðal að senda eingetinn son sinn í heim-
inn til alls þess, er hann hefir unnið og af-
rekað; og allt og allt annað, fyr eða síðar,
er eigi verður talið né metið.
Væri ekki eitthvað hræðilega mikið í húfi
um sálir mannanna, þá hefði ekki þurft að
kosta, og ekki verið svo miklu tilkostað, til
að vara við hinu vonda og afleiðingum þess,
og vinna að frelsun og sáluhjálp mannanna.,
En eigi að síður hefi ég lengi lifað — og
vonast einnig tíl að deyja — í þeirri von,
og jafnvel tiú, að vonlaust sé þó ekki um
glötunarbörnin. Byggi ég þá von og trú,
meðal annars á trúnni á aikærleik og rétt-
læti skaparans; og þó fyrst og síðast Drottni
Vorum Jesú Kristni, á vitanlegu og finnan-
legu eðli hans, anda- og eiginleikum, öllu
erindi hans og ætlunarverki, orðum hans og
dæmi. í dæmisögunni um ríka og fátæka
manninn, annan í kvölum, hinn í sælu, segir
hann að vísu óyfirstíganlegt djúp á millí
þeirra; en þó getur samband fengist milli
þeirra, og jafnvel samtai farið fram. í þessu
felst mikil von. Djúpið mikla á milli þeirra
er fólgið í hinum óskaplega mikla mismun
hugarfars og hjartalags, og líklega lika í lífs-
kjaramismun hins rika og fátæka bæði hér