Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 139
135
hvert kvala augnablik, andlegra jafnt og lík-
amlegra, getur þótt sem eilífð væri, hvað þá
heldur ár eða aldir! Slikt langvarandi van-
8ælu-áatand mun hverjum sem líður, og einnig
þeim, sem áhoríir eða hlustar, þykja sem
eilífð og endalaust. Auk þess merkir orðið
»eilífur« ekki altaf »endalaust«, heldur, að
sinu leyti, mjög líkt og »tímanlegur«, er not-
að um nokkuð, sem er eða gerist hér á jörðu
hér í tímanum. En langvarandi tíma mun
orðið »eilífur« oftast merkja, og rajög oft
ævarandi tíma, máske oftast. Vér sjáum, hve
seint og erfiðlega gengur, að vinna hugi og
hjörtu mannanna hér á jörðu, i tímanum,
fyrir Guðsríki; og hve mikil og mörg bölvun,
kvöl og eymd af því stafar; en óvíst að sál-
irnar, sem reynast lítt eða ekki vinnanlegar
hér, verði auðunnari hinuraegin. Ég veit það
ekki — Guð veit það«.
Kemur þá 24. spurningin: »Trúið þér, að
sál mannsins haldi áfram að lifa eftir lík-
amsdauðann?«
Af framansettu máli öllu er svar mitt við
þessari spurningu að sjálfsögðu játandi. Ég
hefi aldrei, síðan ég fyrst man eftir mér, get-
að hugsað mér, og því síður fellt mig við né
fallist á, að ég gæti eða mundi nokkurntíma
hætt að vera til. Og mér finnst það vera
ónáttúrlegt og sjúkt, að hugsa annað eða