Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 140
136
öðru vísi, hvað þá heldur að fullyrða nokk-
uð eða telja sjálfum sér og öðrum trú um
væntanlega útsloknun sálarlífsins. Tel lika
slika trú, ef til væri, tímanlega og eilíflega
mjög háskalega. En Guði sé lof, að þessa
meðsköpuðu lífsþrá og kröfu mina, er líka
Drottinn Jesús kominn til að styrkja og stað-
festa, ekki aðeins með nokkrum einstökum
dýrmætum orðum, eins og þeim: að «hann
sjálfur lifi og lærisveinar hans og \ inir muni
og lifa«, heldur einnig með öllu lífi sínu,
starfi og lífstilgangi, sem hafði og hefir æ
það raið og mark, að bæta og farsæla ekki
aðeins hérvist mannanna, heldur og umfram
allt eilífa frarnhalds-tilveru hinumegin dauða
og grafar, er bezt og ugglauslegast var sýnd
og sönnuð með upprisu hans frá dauðum.
ÞeBsi þrá og krafa um ódauðleik og enda-
laust líf hverrar mannssálar, er lílca öllum
náttúrlegum og heilbrigðum mönnum sam-
eiginleg, og fyr og síðar glædd og studd á
ýmsa aðra vegu, svo sem af inngrónu per-
sónulegu hugboði hvers eins, bendingum ó-
sjálfráðra drauma um dána menn og marg-
víslegum öðrum bendingum frá öðrum heimi.
Enginn skyldi því dirfast, að vera kæru-
minni og hirðulausari um líf sitt og lifnað
hér i heimi í nokkurri von um útdauða sál-
ar sinnar í líkamsdauðanum.
#