Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Síða 141
137
Þá er 25. spurningin: »Trúið þér að liold-
ið (þ. e. jarðneski líkaminn) rísi upp?«
Það er sitthvað að athuga við þessa spurn-
ingu. Fyrst það, að orðið »hold« getur átt
við annað, og á oft við annáð, en hinn jarð-
neska einstaklingslíkama; getur átt við mann-
kyn allt, og er þá líkingarorð um mannlega
veru yfir höfuð, sem hér er eða var í
»holdi«. Orðið »hold« er líka einatt notað um
syndspillta náttúru manns, svo sem sjá má
af máli t. d. Páls postula. En þegar og þar,
sem talað er (I Ritningunni) um þá, sem »í
gröfunum eru«, að þeir muni koma fram,
og »heyra hans raust«, þá er engan veginn
næst að skilja slíkt um dauðan og rotnaðan
líkama þeirra, helaur'hitt miklu heldur: um
hina dánu sjálfa, sálir þeirra í þeim líkama,
sem þær þá hafa íklæðzt. Því að maður í
gröf er sama sem dauður mannslíkami, og
ekkert annað; og sá líkami verður auk þess
ekki einusinni alltaf í sinni upphaflegu, ákveðnu
gröf, því að hann uppleysist með tímanum
algerlega. En jafnvel þótt allt væri hér tek-
ið bókstaflega, sem efasamt er hvort má, þá
hygg ég samt, að færa mætti vel til sanns
vegar, að líkami dauðra risi upp, á þann
hátt, að ytri mynd eða gerfi sálnanna kunni
að eiga fyrir sér, að byggjast upp eða vef-
ast og myndast, að meir eða minna leyti,
8