Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 142
138
af frumefnum hins dána líkama, ekki ósvip-
að því, sem ég trúi, að verið hafi um upp-
risulíkama Drottins vors.
Því hver og hvar eru takmörk hinna lík-
amlegu, sýnilegu og áþreifanlegu efna og
hinna andlegu og ósýnilegu? Eða munu ekki
jarðnesku hlutirnir og allt hið sýnilega og
þreifanlega vera af »ósýnilegu til orðið*,
eiii8 og Ritningin segir? Og ef svo er, eins
vissulega er, hvað getur þá verið því til
fyrirstöðu, eða til foráttu fært, að hið sýni-
iega verði aftur ósýnilegt, og þá líka not-
hæft til uppbyggingar ósýnilegra andlegra
líkama; því að andlegur á upprisulík-
aminn að verða, samkvæmt orðum og
anda heilagrar Ritningar. Koma mér í hug
alltaf, í sambandi við þetta, lætin og laBt-
mælin, sem nú fyrir skemmstu hafa átt sér
stað hér um greftrunarorðin: »Af jörðu ertu
kominn o. s. frv.«, einkanlega þó um síð-
ustu orðin: »Af jörðunni skaltu upprísa®.
Hefir verið svo rammt að þessu kveðið, að
kallað hefir verið: Að prestarnir séu látnir
standa og tala »ljúgandi« síðast yfir gröfum
framliðinna, er þeir þá segja: »Af jörðu
skaltu aftur upprísa«.
Auðvitað eru þessi orð byggð á, og studd
við uppri8ukenningu sjálfs Krists og postul-
anna; en þessir menn, sem nú hneykslast á