Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Side 143
139
þeim svo mjög, og hafa hátt um það, leggja
alveg að óþörfu í þau hinn grófasta, ólík-
legasta og rangasta skilning, í stað hins rétt-
ara, andlegra og æðra, sem fyrst og eðlileg-
ast er sá, að hver dáiu manneskja, eða sál
hennar, rís og er þegar risin upp af jörðu,
hafin upp af líkama sinum, sem er af jörðu
og verður að jörðu, til þess að lifa áfram í
hærri tiiveru, svo að þessi orð gæti líka
næsta vel þýtt: »Eftir dauðann skaltu lifa«,
risa upp af líkama þínum til ævarandi lífs,
og leyfi ég mér um það að vitna til orða
sjálfs Krists í Matth. 22, 31—32.
Að öðru leyti talar Jesús sjálfur svo oft og
ákveðið um upprisu dauðra, og postular
hans siðan, sem sjálfsagðan og áreiðanlegan
veruleik, að óhæfa er, að hugsa og tala um
um hana lastmælandi, óvirðandi og neitandi,
og þá eigi síður að leggja í hana allra gróf-
asta og fráleitasta skilninginn.
Ég segi því fyrir mig, að þótt ég ekki
þekki né skilji af raun, að hverju leyti, eða
hversu upprisan fer fram, fremur en svo
margt annað af leyndardómum og dásemd-
um tíma og eilífðar, þá trúi ég samt á veru-
leik hennar í einhverri mynd, með einhver-
jum hætti, og tek undir með Lúther: Eg trúi
á upprisu holdsins og eilíft líf.
Þá er 26. spurning næst og hljóðar svo: