Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 144
140
»Trúið þér, að einn aameiginlegur »dóms-
dagur« muni koma, þegar Kristur kemur
aftur, til jarðarinnar, til að dæma »lifendur
og dauða«, og að þeir dauðu sofi þangað
til?«
Einnig þessa kenningu, um endurkomu
Krists og »dómsdag«, flytja öll »samstofna«
guðspjöllin, sem svo eru kölluð, og hafa
eftir Jesú sjálfum ákveðin orð og ummæli
þar um; og postular hans og fyrstu læri-
sveinar trúa henni og halda fastlega fram,
eins og ábyggilegri kenningu Krists sjálfs.
Kenning þessi virðist mér vera fram sett i
guðspjöllunum í likingar formi, líkt og marg-
ar aðrar háleitustu og helgustu kenningar
Kri8ts, svo sem í dæmisögum og líkingum
hans. Trúi ég þess vegna, að leggja beri í
kenningu þessa miklu andlegri skilning og
skýringu en almennt er gert; og að þeir
viðburðir, sem þessi stórkostlega kenning
segir fyrir, muni og eigi að fara, fram áand-
lega sviðinu fyrst og fremst, eða miklu meir
en á hinu líkamlega, enda þótt vel geti,
og enda hljóti hvort að grípa inn í annað.
Að Jesús Kristur geti birzt sýnilega, þeg-
ar hann vill og hans tími er komínn, hvort
heldur hér eða hinum megin, er engin ástæða
tíl að fortaka, heldur hrein og bein fávizka
og fjarstæða að neita slíku; því að hann