Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 145
141
hefir þegar, jafnvel ótal sinnum, gjörzt sýni-
legur eftir uppstigning sína, eftir órækum
vitnisburðum margra, sem séð og heyrt hafa.
Og að aðgreining sé og verði gerð milli
góðra og vondra, er þvi síður óeðlilegt eða
ótrúlegt; þvi að hún hefir alltaf verið gerð
og er gerð enn í dag, jafnvel af oss sjálfum;
og dómur þannig látinn ganga yfir gott og
illt, eða þvi ákveðin eðlileg og réttlát ör-
lög, hvoru fyrir sig. Hvi skyldi þá ekki allt
þetta sama geta gerzt, og enda að sjálfsögðu
gerast, um það er lýkur lífstilveru og lífs-
ætlunarverki þessa heims, þegar allir skulu
hverfa héðan, og safnast inn í annan heim?
Þvi að einhvern tíma mun heimur þessi, já,
þessi himinn og þessi jörð vor, líða undir
lok, og allt mannlíf héðan hverfa og yfir í
aðra heima.
Hugsum 088, að Dönum hefði tekizt, hér
á árunum, að heimta alla Islendinga með
tölu til Jótlands og þar með leggja land vort
í alauðn. Mundu þeir þá ekki, um það bil
er síðasti fólksfarmurinn hefði verið að lenda
hjá þeim, hafa látið yfir þá ganga einskonar
stórdóm, þar sem þeir væri athugaðir og
þeim skipað niður eftir réttasta mælikvarða
eða áliti, eftir eðli þeirra, hæfileikum og
háttum. Jú, vissulega, ef vit og réttur réði.
Eða ef íslendingar hyrfu allir héðan t. d.