Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 146
142
til Ameríku. Mundi þá ekki alrikisstjórnin
þar, að sjálfsögðu, láta sameiginlegan, eða
allshei'jardóm yfir og um þá ganga, til nið-
urskipunar og skiptingar og stað og starf-
setningar, eftir því, sem hentast og réttast
þætti?
Þetta eru náttúrlega ekki góð dæmi, allra
sízt með tilliti til fullréttlætis í dómi. Því
að sá er, og verður víst lengst um, munur
á áliti, mati og dómi manna og Guðs, að
mennirnir sjá, meta og dæma meira eða
minna blint — jafnvel þótt viljinn væri
hinn bezti —, en Guðs dómur getur ekki
skeikað, En þótt þessi dæmi sé ekki fullkom-
in, þá mætti samt af þeim draga nokkra
líkingu um annað stærra, og jafnvel það
stærsta, um stórviðburði heimslokanna, með
þeim sjálfsagða fyrirvara, að þar og þá raun
dæmt verða með réttvisi, aðgreint og sam-
einað eftir sönnu hlutarins eðli; já, eftir Guðs
og náttúrunnar lögum. Eða geta menn ekki
dregið neinar líkur eða ályktanir af þeim
vitanlega, sýnilega og áþreifanlega veruleika,
að nú þegar — jafnvel á öllum undanförn-
um timum, og nú ekki sízt á vorum tímum,
hafa gengið og ganga stórfeldir guðsdómar,
stundum allsherjardómar, ýmist refsidómar,
áminningar- og betrunardómar, eða náðar-
miskunnar- og umbunadómar yfir þessa jörð