Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Blaðsíða 148
144
gullöld. Á Sturlungaöldinni og eftir hana,
gekk hræðilegur ófaradóœur hér yfir land
og lýð. Þá gengu hér hæstráðendur, og svo
nefndir höfðingjar, ekki á, heldur af Guðs
vegum, og »hvað höfðingjarnir höfðust að,
hinir meintu sér leyfðist það« sama; og þá
var hér »skálmöld og skeggöld*, illskuöld,
ófarnaðar-, eymdar- og niðurlægingaröld á
flestan hátt. Og frelsið fórst. En hver er
öldin og hver er eða verður dómurinn yfir
088 nú? — Að öðru leyti mun það seint, og
liklega aldrei, verða á mannlegu færi eða
valdi, að koma með ákveðnar fullyrðingar
um annað eins efni og þetta, og ekki frem-
ur vitanlegt eða skiljaulegt verða, hvort eða
hvernig þetta eða hitt muni verða, heldur
en það, hvenær efsti, síðasti dómsdagur renn-
ur upp; því að um það segir Jesús, að eng-
inn viti, og »ekki nema Faðirinn einn«. En
af því, að mér þykir fátt sjálfsagðara en
það, að lærisveinarnir hafi spurt Jesúm um
endalokin hér, eins og guðspjöllin segja, og
er sannfærður um, að þeir muni hafa svör
haiiB í aðalatriðum rétt eftir, þá trúi ég á
tilkomu efsta dags og allsherjardóms, og
dýrðarfullu opinberun Jesú Krists í sambandi
þar við.
En um hina »dauðu«, sem um er spurt,
trúi ég alls ekki, að þeir »sofi« frá dánar-