Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Side 149
145
degi til efsta dags, heldur séu þeir allir
•upprisnir af jörðu* til áframhaldandi lífs
og starfs, til undirbúnings undir meira og
og meira, og þar á meðal undir það, sem
síðast á að verða: efsta dag og dóm þessa
heims, er allir eru yfir um komnir, en þessi
himinn og jörð vor undir lok liðin.
Þá er í 27. lagi spurt: »Trúið þér, að Jes-
ús muni þá koma í skýjunum, öllum sýni-
legur, og stofna Guðs ríki á jörðu á meðal
réttlátra?*
Þessari spurningu hefi ég að nokkru leyti
8varað með næst undanförnu máli, að því
er snertir endurkomu Krists eða opinberun
ótal oft, og síða8t hér um heimslok. En að
því er snertir stofnun Guðs ríkis hér á jörðu,
þá veit og trúi ég, að það riki er þegar fyr-
ir löngu stofnað hér á jörðu, hefir verið í
stofnun og verður i stofnun »viðar og viðar
um heim«, allt frá hérvistardögum Drott-
ins og þar til, er fagnaðarboðskapurinn
er »boðaður öllum þjóðum«, eins og Jesús
fyrir segii', og »fylling heiðingjanna er inn
komin«, eins og Páll postuli spáir. En frá
upphafi vegar hefir verið, er enn og mun
líklega, til enda, verða hér, meira eða minna,
»illgresi meðal hveitisins«, »slæmir og góðir
fi8kar í neti« Guðs ríkis, eða »misjafn sauð-
ur í mörgu fé«, þannig, að »réttlátir og