Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 150
146
ranglátir« hljóti að búa og sælda meira og
minna saman, svo að sGuð lætur sína sól
skína jafnt yfir vonda og góða og rigna yfir
réttláta og ra.ngláta«, unz þessa heims loka-
aðgreining og efsti dómur fer fram. Annars
er og verður Guðs ríki allsstaðar hér á jörð,
hvar og hvenær sem er, þar sem réttlátir
menn búa, þar sem lifað er eftir lögmáli
Krists, og Guð ræður, jafnvel þótt ekki væri
nema einn réttlátur maður. En frá einum
manni til annars útbreiðist og eflist Guðs
ríkið allt til enda veraldar, svo að vona má,
að »illgresið« minnki og hinum ranglátu fækki
meir og meir, fyrir kristilega sáningu og
ræktun mannlífsakursins.
En að því, er snertir stofnun Guðsiíkis
meðal réttlátra einna saman »á jörðu», þá
trúi ég því með Pétri postula, að »það muni
verða ný jörð og nýr himinn«, þar sem hið
hreina eða óblandaða »réttlæti mun búa»,
hvort sem sú nýja jörð verður þessi vor jörð
endursköpuð, eða einhver önnur, og finn ég
ekki ástæðu eða þörf til að fjölyrða þar um
frekar.
Þessu næst er enn spurt í 28. lagi: »Trúið
þér, að fyrirgefning syndanna sé það, að
Guð nemi burt illar afleiðingar fyrir synd-
arann?«
Fyrstu og sjálfsögðustu afleiðingar viður-