Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 151
147
kenndra, eða fundinna synda, eru samvizku-
klaganir og kvalir, óróleiki og ófarsæld, eða
meir eða minna vond líðan sálarinnar; og
margoft lika margar fleiri bölvunar afleið-
ingar, sem verka á ytra líf og líðan synd-
arans sjálfs, og jafnframt einatt einnig á
allt lif og kjör annara manna, fleiri eða
færri meðlifenda, sem þá líka magna aftur
á móti og margfalda sálarkvöl og aðra eymd
syndarans. Má þar til nefna mörg hörmuleg
dæmi frá öllum tímum. En hér vil ég aðeins
nefna þekktu dæmin úr jarðlífssögu Drottins
vors: lama manninn, bersyndugu konuna og
ræningjann á krossinum. Eg fæ ekki betur
séð eða fundið af dæmum þessum en það,
að allra fyrstu afleiðingarnar af fyrirgefn-
ingarboðum og miskunnarfyrirheitum Frels-
arans hafi verið: huggun, gleði og sálarfrið-
ur, og þar með samfara einlæg hugarfars-
og vilja-breyting, fyrir undursamleg áhrif
elsku, trúar og þakklátssemi til hins óum-
ræðilega milda, góða og máttuga meistara
og vinar — breyting til gjörbóta og allrar
blessunar fyrir bæði líkama og sál.
Hvað lamamanninn snertir, sé ég ekki
betur, en að Jesús hafi numið burt frá hon-
um einnig hinar ytri afleiðingar synda hans,
eða að engu gert, þ. e. sjúkleik hans og
sjúkdómseymd, sem sennilegt er, að maður-