Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Síða 152
148
inn hafi bakað sér sjálfur með illu líferni
sínu áður. Fyrir bersyndugu konuna, sem
átti að grýtast, nam líka Drottinn, með
vizkufullri miskunn sinni, dauðarefsinguna
burt, og sendi konuna frá sér, eflaust, með
gjörbreyttum og efldum hug og ásetningi til
heiðarlegs og hreinlegs lífernis; og endur-
reistri von og virðingu fyrir sjálfri sér. En
um ræningjann er ekki vort að vita, annað
en það, að einnig hann virðist hafa verið
huggaðui og styrktur til gjörbóta, bæði fyr-
ir hið dásamlega dæmi Drottins í sameigin-
legrj kvöl á krossi, og fyrir miskunnarorðin
og fyrirheitið, sem hann i'ékk, um samvist
með honum í Paradís. Og þá er ég lika
þeirra fullu trúar og vonar, að samvistin í
Paradís eða kærleiks-nálægð og áhrif Drottins
»hinum megin grafarinnar«, hafa fullkomnað
frelsisverkið fyrir sálu þesja iðrandi syndara.
Vel veit ég það, og viðurkenni að sjálf-
sögðu, að sérhver synd og jafnvel svonefnd
smá-yfirsjón, hefir sínar óláns afleiðingar,
og að hver einn »uppsker, eins og hann sá-
ir« — og að »unnið óhappaverk verður ekki
aftur tekið«. — En eins og til eru hér, með-
al manna, bæði ráð og meðöl til að uppræta,
eyða og afmá allskonar illgresi og illar fylgj-
ur þess, eins cru og í Guðsríki og andans