Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 153
149
heimi til og notuð ugglaus ráð og meðöl til
að eyða og afmá syndir og ógæfu-afieiðing-
ingar þeirra. Því að »þjáningar og þrenging-
ar« þær, sem »komaJ yfir sálir þeirra, sem
illsku drýgja«, samkvæmt réttlætislögmáli
Bkaparans, geta, fyr eða síðar, sannfært synd-
arana um illsku og banvæni syndarinnar,
heimsku hennar og ófarnað. Við það kann
þá og að vakna angistarfull eftirsjá, og
löngun tii að losast við illsku- og ógæfurót-
ina, og illgresið, sem af henni sprettur; og
er þá komið að þvi, er heitir iðrun og betr-
unar- eða afturhvarfsþrá. En er sfi tilfinning
er vöknuð, þá leiðir hún til nokkurrar við-
ieitni, og leitar eftir bótum meina og bölv-
unar, líkt og limafallssjúki maðurinn, sem
var orðinn hjartanlega iðrandi og sárþráandi
hjálpina, og þar með einnig móttækilegur
og hæfur fyrir líkams og sálarlækning og
heilbrigði. Og honum, og ótal fleirum slík-
um, hafa reynzt ráðin og meðölin til þessa
vera til, öll á einum og sama stað, i og hjá,
eða frá lækninum mesta og bezta, Jesú
Kristi; og ráðin og meðölin hans voru og
eru: ilmsmyrsl óumræðilegs góðleiks og kær-
leiks hans með guðdómskrafti til úrrýraing-
ar og eyðingar bæði syndarinnar sjálfrar og
afleiðingar hennar. En svo er góðum Gruði
fyrir að þakka, að hann notar eigi alltaf