Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 154
150
=»þjáningar og þrengingar* til að vekja synd-
sjúka og auma menn til iðrunar, heldur not-
ar hann og mildari aðferð, sem fólgin er í
viðvörunum, áminningum og uppörfunum
orðs hans og anda og samvizkunnar, orð og
anda og dæmi sins elskulegasta sonar, svo
að hinn sjúki maður megi læknast með sem
minnstum þjáningum.
Af öllum þessum ástæðum o. fl. trúi ég og
játa með gleði og þakklátsemi framan fram-
settri spurningu,
Þá er 29. spurningin': »Trúið þér, að fyr-
irgefning syndanna sé aðeins í þvi fólgin,
að syndarinn öðlist vissu um kærléika Guðs
til sín, og hjálp til að bæta ráð aitt?«
Nei, ekki aðeins í þessu, heldur í þessu
og einnig i öðru enn dýpra og innilegra,
sem sé í beinum friðandi og frelsandi áhrif-
um guðlegs kærleiks og kraftar, sem felst
og fæst í og með fyrirgefningarorði og boð-
un Frelsarans, og vekur og glæðir um leið
gagnkvæman kærleik og yfirbótarvilja í
hjarta og huga iðrandi syndarans. Því að
það getur vel átt sér stað, og hefir átt sér
stað, að menn efast alls ekki um kærleika
Guðs og vilja hans til hjálpar, en skortir þóJ
bæði löngun og viðleitni, alvöru og kæru-
semi um, að »bera iðruninni samboðna
ávexti«, eða verða ekki gagnteknir inn að