Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 157
153
Næst kemur þá 31. spurningin: «Trúið
þér, að Guð breyti stundum náttúrulögmál-
unum fyrir bænarstað mannanna?«
Jafnvel vér menn getum nokkuð breytt
náttúrulögunum, beygt þau og sveigt: Vér
stíflum læki og ár, beizlum fossa, handsöm-
um og hagnýtum; förum ósyndir ofan og
neðansjávar, þjótum ófleygir um »háa vega-
leysu«, sundrum efnum og sameinum þau
o. s. frv.
Að vísu stjórnum vér einura náttúrukraft-
inum með öðrum, fyrir reynslu og þekkingu
undanfarinna alda og kynslóða, svo að allt
þetta kallast og er náttúrlegt. En hví skyldi þá
ekki skaparinn sjálfur, sem gjörþekkir öll sín
verk og lögmái, geta haft og hafa alla stjórn
allt ráð og vald á sínum eigin verkum og
lögmálum, og þá líka beygt og sveigt rás og
aðalstefnu eins kraftar síns með öðrum?
Þessu trúi ég líka og má ekki án þeirrar
trúar vera, að Guð bæði geti þetta og geri
það einnig, þegar það má samrýmast alspeki
hans, gæzku og réttlæti, eða er gagnlegt og
gott til opinberunar sannleikans; tíl full-
komnunar og velferðar eflingar, og þar á
meðal til að »sannfæra heiminn um synd,
réttlæti og dóm«.
Þetta hefir líka hinn almáttugi gjört oft og
víða i veröld þessari, en þó hvergi og aldrei
9