Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Síða 158
154
meir en í Gyðingalancli á dögum Krists, með
öllum þeim opinberunum anda og kraftar,
sem þá gjörðust í sambandi við hann og fyrir
meðalgöngu hans. En þar á meðal er hin
undursamlega, dýrlega upprisa hans sem
kórónan, 'og allt annað sem gimsteinar i
kórónunni.
Ef þessu er ekki trúað, þá er, eins og áður er
áminnzt, ekki heldur unnt að trúa á nyt-
semi og blessun eða bænheyrslu bænar, hve
trúuð og heit sem hún væri. Því að óhugs-
anlegt er, að það geti veitzt, sem alls ekki
er til, þótt á það sé trúað og um það beðið.
En Jesús trúði, nei Jesús vissi, að þetta var
og er og verður eilíflega til, að almáttuga
föðurnum er allt mögulegt, og fékk það líka
sýnt og sannað, frammi fyrir öllum heimi,
ekki sín vegna, sjálfs heldur vegna vor
manna, oss til huggunar- og hjálpræðisnota,
enda er það fátt, sem hann brýnir oftar og
innilegar fyrir mönnunum en það, að biðja,
eins og alkunnugt er, og fátt, sem hann full-
yrðir skarpar en það, að allt það gott fáist,
er um sé beðið í trú og trausti hans.
Mörg eru líka dýrleg og dásamleg dæmin
síðan um, að satt sagði hann, og að satt er
hið fornkveðna, »að trúuð bæn hins réttláta
megnar mikið«, svo mikið, að kraftaverk má
kalla, og jafnvel það, þótt á réttlæti hins