Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 159
155
biðjandi skorti mjög. Hvi skyldi þá eigi hver
kristin manneskja trúa, fús og fegin, að al-
góði og almáttugi Faðirinn á himnum, geti,
ef honum þóknast og þegar honum þóknast,
heyrt og veitt góðar bænir, eðlilegar og rétt-
mætar bænir trúaðra, þurfandi og biðjandi
barna sinna; og þá einnig stundum, og jafn-
vel oft, snúið lögmálum sinum, náttúrulög-
unum, til hjálpar, umbeðinnar hjálpar, eða
annarar hjálpar, ef hið umbeðna má ekki
veitast, eins og t. d. átt sér stað í dauða-
angistar- og bænarstríði sjálfs Drottins Jesú
í Getsemane!
Já, ég trúi öllu þessu, og þessvegna get
ég beðið sjálfur og vænzt bænheyrslu, og
líka hvatt aðra til hins sanna, í nafni og
umboði trúarhöfundar míns og trúargrund-
vallar, hins eina fullnægjandi fyrir mig. En
jafnframt langar mig til að mótmæla, sem
alröngum, þeim áburði á oss eldri presta, að
vér hugsum eða kennum, að Guð vinni sín
kraftaverk með því að brjóta sín eigin lög-
mál, náttúrulögin, eða í bága við þau; því
að það hefir oss aldrei verið kennt og aldrei
sjálfum komið slíkt í hug. Vér nefnum að
vísu mörg máttarverka Guðs »yfirnáttúrleg«;
en það þýðir engan vegínn, að þau séu »ó-
náttúrleg* eða móti náttúrinni, heldur fram-
kvæmd með aðferðum og samkvæmt lögmál-