Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Síða 160
156
um, 8em eru ofar og æðri en svo, að vér
þekkjum til eða skiljum.
Þá er 32. spurningin þessi: »Trúið þér, að
Guð haíi einkum áhrif á lif manna fyrir
milligöngu heilags anda?«
Já, ég trui því, að sú milliganga sé bæði
bein eða óbein. Bein var sú meðalganga t.d.
á fyrstu kristilegu hvítasunnu, þegar hin
sviplega gjörbreyting varð á postulunum öll-
um í einu, og mörgum fleirum, svo sem al-
kunnugt er. Því að þar og þá var enginn
annarlegur milliliður milli þeirra og Andans,
sem yfir og inn i þá kom, nema þeirra eigið
sálarástand, sem áður var undirbúið af Drottni
þeirra og meistara, og öllu í sambandi við
hann. En óbein var milligangan aftur þar
og þá, er Andinn vann og verkaði á »í
gegnum«, eða fyrir orð og athafnir postul-
anna. Þetta er einnig samkvæmt allri fyrir-
fram kenningu Jesú um Heilagan Anda, eðli
hans og verkanir, og á sama hátt samkvæmt
reynslu og vitnisburði ótal votta og dæma á
öllum öldum síðan. Því að þannig heflr þetta
gerzt og gerist enn. En oftast og viðast hefir
þó svo verið, að á undan úrslitaáhrifum og
gjörsigri Andans hefir fram farið einhver,
meiri eða minni undirbúnings-reynzla, stríð,
barátta, sorg eða önnur þyngsla-þraut í
lífi manna, líkt og t. d. í lífi postulanna,