Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 162
158
og Soninn persónulega opinberun Guðs í raynd
Jesú frá Nazaret til bans sérstaka hjalpræð-
isverks.
Náttúrlega leyfi ég mér, eins og þegar er
sagt, alls engar fullyrðingar um þenna háa
og djúpa leyndardóm vors frelsanda og helg-
anda skapara og alföður; en þessi skilningur
og skýring hafa bezt nægt mér til að styrkja
trú mína á guðlega þrenning. En jafnvel
þótt mér nægði hvorki þessi skýring né
nokkur önnur, þá mundi ég samt beygja mig
eða skynsemi mína »undirhlýðni trúarinnar«
á skýlausa kenningu Jesú Krists, eins og
einnig þessi kenning er. Því að hvað sem
sagt er um það, sem satt má kallast að
nokkru, að orðið »þríeinn« eða »þrenning«,
eða »trúarjátningin postullega*, finnist hvergi
i guðspjöllunum eða yfir höfuð í N T., og
ekki í allri biblínnni, »þótt leitað sé með
logandi ljósi«, þá þarf þó ekki nema venju-
lega almenna sjón, heyrn og tilfinning, og
meðalgreind — og varla það — til þess að
finna þar góðan og gildan grundvöll að
«þrenningartrúnni og lærdómnum*, í öll-
um peim fjölda af orðum og ummælum, sem
þar eru að finna um Föðurinn, Soninn og
Heilagan Anda, og hjálpræðisstarf þeirra
hvers fyrir sig og sameiginlega, og þar af
sjá og finna, að þessi trú og kenning er á-