Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Side 164
160
legum félagsskap og triiarlegu starfi með
mótmönnum í heitum eða brennandi trúar-
atriðum, hvort sem þau kallast smá eða stór.
Og það er á allan hátt skaðlegt. Því að slík-
ur félagsskapur er eins og heimili eða »ríki,
sem er sjálfu sér sundurþykkt, þar sem
hvert hús mun vfir annað hrapa«, hver
skemma og spilla fyrir sjálfum sér og öðr-
um, hver vinna á móti öðrum, og allt lenda
í glundroða, illendum, upplausn og eyðingu.
En einhverja trúarjátningu verður að hafa,
eins og hvert annað «inngangsorðc, félags-
tákn og sameiginlegt félagsmerki og band.
Því að félagar þurfa að vera, helzt allir, af
sama »sauðahúsi«, eða svo sem frekast er
unnt, ef vel á að vera eða fara. Ekki á ég
hér við smávægilegan og þýðingarlítinn eða
hvorkinlegan skoðanamun í nokkrum atrið-
um, heldur við gjörólíkar skoðanir á mjög
þýðingarmiklum höfuð-atriðum trúar, sem
geta haft rík og afdrifamikil áhrif á hjarta
manns og hugarfar, tilfinning og breytni.
Því að slík atriði eru aldrei »smá« og aldrei
þýðingarlítil, jafnvel þótt þau séu kölluð(
svo. Og ekki á ég heldur við, að stofna eigi
eða megi til trúar ofstækis og trúarbragða-
óláta, stríðs og ofsókna, heldur alveg þvert
á móti til innilegs, rólegs ogíhuguls, en alvar-
legs og öruggs kristilegs trúar og siðgæðislífs.