Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Side 166
162
síðast umrædda spurningu kemur nú hin 35.
og hljóðar svo: »Viljið þeir binda hana
(kirkjuna) við 5 höfuðjátningar lúterskrar
kirkju, eina þeirra, fleiri eða allar, eða ein-
hvern hluta þeirra?«
Um þessar játningar læt ég, fyrir mitt
leyti, laust og bundið, eftir atvikum, og tel
þær ekki allar almennt nauðsynlegar, og
ekki heldur við hæli allra tíma — nema
þessa einu áður(umræddu: »postullegu« játn-
inguna. Ég skoða allar hinar, eins og marg-
ir aðrir, sem harla merkileg og lotningar-
verð trúvarnarrit, þar sem höfundar þeirra
eru, eins og ég núna, að reyna, í hjartans
einlægni og alvöru, að gera sjálfum sér og
öðrum grein fyrir trú sinni, verja hana eftir
mætti, og leitast við að sannfæra aðra. Ég
tel þvi þessar játningar mjög góðar og gagn-
legar til athugunar, stuðnings og leiðbein-
ingar að mörgu leyti í trúarefnum, og öðr-
um vanda- og vafaspurningum, eða þó að
minnsta kosti til upplýsingar um úrlausn
fyrri tíðar trúmanna alvörugefinna, um þau
efni. En að binda kirkjuna með þessum játn-
ingum, tel ég enga þörf nú eða síðar, og það
varla heldur geta verið tilgang þeirra, með
því, og að sumt i þeim getur vel verið ým-
islegum skilningi og deilum undirorpið.
Svo kemur enn 36. spurningin: »Viljið