Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 167
163
þér, að fornar játningar séu notaðar raeð
nýju innihaldi, eða að þeim sé breytt sam-
kvæmt kröfum nýrrar þekkingar?«
Ekki vil ég þetta. Ég hefi tekið það fram,
að »postullega« játningin ein, hefir grund-
vallargildi fyrir mig, og ég vil því ekki
annað en að hún sé notuð óbreytt að öllu.
Það á og þarf að nota hvert gott og satt
orð, og hverja sannorða setningu máls í og
með upphaflegri, réttri merkingu, og alls
ekki breyta um upphafiegt innihald þeirra,
meðan það er til og ekki undir lok liðið.
En nú er þetta »innihald« hinna gömla orða
og setninga ennþá til, og heldur áfram að
veru til. Þess vegna á og má alls ekki
breyta, eða leggja 1 þau orð og þær setn-
ingar annan og nýjan, gagnstæðan skilning
og gersamlega gagnstæðar merkingar. Væri
slíkt ábyrgðarþung fölsun og blekking.
En hver er annars þessi «nýja þekking«,
sem krefst nýrrar og annarlegrar meiningar
og Bkýringar á t. d. orðum postullegu játn-
ingarinnar? Hver er hún og hvaðan kemur
hún, sú »nýja þekklng*, sem ósannar eða
afsannar beina, einfalda og skýra gamla
merkingu og skýringu trúarjátningar vorrar?
Hún er að minnsta kosti ekki fengin út úr
guðspjöllunum, eða orðum og gjörðum Krists
og postulanna, eftir því, sem ég hefi getað