Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Síða 168
164
■skilið og fundið í þessum einka-heimildum
kristilegrar fræðslu og trúar
Ég þekki heldnr ekki neina »vísinda*-
þekkingu, sem gjörir kröfu til þvílíkra breyt-
inga, En ég hefl þekkt nokkra, og lieyrt um
fjölmarga stórspekinga og valda visindamenn,
bæði i fortíð og nútíð, sem engan suefil
höfðu af slikri þekking; vissu engar líkur
og því siður sönnur fyrir því, að svona
kröfur þyrfti eða ætti að gera, heldur báru
eða bera fulla lotningu og tiltrú til hinna
gömlu trúarorða í upphaflegri merking þeirra,
og margir verið einlægustu trúmenn á þau,
og samkvæmt þeim.
En ég hefi lika heyrt, og kannast ofur-
lítið við, annað, sem kallaö er »kritik«, að-
allega »biblíukrítik«. Iiún hefir verið, og
getur verið góð og gagnleg, og jafnvel nauð-
synleg, til sögulegra tíma- og staða-rannsókna
og skýringa, og annars slíks. En hún er
óhæf til að skera úr t. d. þvi, hvort Guð er
til og hvíllkur hann er; hvort Jesús er ein-
getinn sonur Guðs eða ekki, eða hver eða
hvílíkur hann er í innsta og æðsta eð'li sínu;
hvort Heilagur Andi er til og hvað liann er,
og yfir höfuð, að dæma og úrskurða um
andlega og himneska hluti. Því það er satt,
að »holdlegur maður skynjar og skilur eigi,
hvað andans er«. En þessi »krítik« hefir