Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Síða 169
165
verið mjög »holdleg« skynsemska, sem leyfir
sér að rengja, neita og hafna öllu, sem tak-
mörkuð skynsemi og reynsla nær ekki til.
Og enn kannast ég við nokkuð eitt, sem
oft er sárerfitt við að fást og búa, þótt gott
og undursamlegt sé: Það er sannleiks- og
skilnings-þráin, og fylgifiskar hennar: efinn
og vantrúin um helzt allt, sem skynsemin
ræður ekki við, eða fær ekki skilið, allra
helzt þó um hiu dýpstu og æðstu rök og
leyndardóma tilverunnar, og sú óró og van-
líðan, sem þessu fylgir. Til þessa má rekja
hina svonefndu »nýju þekkingu«, sem reynd-
ar er æfagömul; því hún hefir alltaf verið
tii og verður líklega lengstum, og kannske
alltaf til. Hún er þekking á öllu því og bygg-
ir aðeins á því, sem sjá má og reyna og
höndum þreifa á »holdlegan« hátt, þ. e. með
mannlegum, jarðneskum tækjura og skyn-
semisráðum eða aðferðum, en sem að öðru
leyti sýnir og sannar, að það er rétt, sem
Kristur kvað: að þess er ekki að vænta, að
maður, sem ekki skilur nærri alla jarðneska
hluti (og kannske engan til fulls), geti skilið
himneska hluti; og einnig er það satt, er
áður var sagt, að »holdlega sinnaður maður
skynjar ekki, hvað andans er«, þ. e. maður,
sem miðar allt við jarðnesk, líkamleg efni