Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 171
I
167
sem meir »mæðist hold og lengist líf«, og
og nær dregur örlagastund dauðans. Og eng-
an hefi ég þekkt né vitað á lífsleið minni, sem
þá vildi ekki feginn, »halla sér i Drottins
skaut« og hugga sig við kærleiks-kenning
hans og dæmi. A þennan sannleika sérstak-
lega vildi ég nú mega benda sérstaklega öll-
um hinum ungu og yngri manneskjum, til
alvarlegs varnaðar við léttúðugum, gáleysis-
legum og fljótfærnislegum óvirðingar-hugsun-
um og orðum um þessi efni, sem særa sárt
marga aðra, og þá sjálfa síðar, er þeir hljóta
að sjá eftir sliku. Og þá má eigi gleyma af-
vegaleiðslu og sálaiskemmd þeirri, á sjálfum
þeim og öðrum, sem slíkt kann að valda.
Þá er 37. spurningin: »Viljið þér, að sam-
in sé ný játning trúar vorrar?®
Nei, langt í frá, eins og þegar er lýst. Ég
vil meir að segja svara; Guð forði oss frá
slíku. Því að hvað sem sett yrði í staðinn
fyrir «postullegu« játninguna, hvort heldur
»blessaða bænin Faðir vor»,eða eitthvað sér-
stakt annað, eins og stungíð heíir verið upp
á, þá næði það alls ekki öllu innihaldi trúar
vorrar, eins og nefnd trúarjátningin góða og
gamla, og væri enginn afmarkaður trúar-
legur «rammi«, umgjörð eða hemill um kristi-
lega trúarlærdóma og kenningar, og myndi
slíkt leiða til takmarkaleysis, ruglings, ósam-