Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 172
168
ræmis og sundrungar, eins og þegar er á
bent.
Þá er enn spurningin, hin 38.: »Viljið þér
setja eitthvað annað í staðinn fyrir trúar-
játninguna?«
Auðvitað ekki, eftir framansögðu. Eg
veit og finn ekki né skii, hvað þetta »eitt-
hvað annað« ætti að vera, sem jafngilti
núverandi trúartjátningu eða gæti hugsazt
réttara, betra og blessunarríkara. Hið eina,
sem ég gæti hugsað mér og unað við, ef al-
mennt þætti betra og breyta skyldi, að þá
yrði tekið stytzta form postullegu játningar-
innar: »Ég trúi á tíuð, föður, son og heilagan
anda. En þó erþar við að athuga, að það form
lætur nær alveg »laust og bundið* um marg-
víslega og misjafnlega meðferð játningarinn-
ar, og gerir hægt um hönd, að nota orð
hennar með «nýju innihaldi«, og það »inni-
haldc gæti orðið ýmislegt, með ýmiskonar
skilningi og skýringu. En slíkt mundi valda
sundurþykkju og ósamræmi og hneykslunum,
losæði, hringli og ruglingi í kirkjunni, eins
og áður er ábent, og hafa niðurrífandi og
brjótandi áhrif, ef mikið kvæði að, eða mjög
mætti gerast mismunandi og gagnstæðar
kenningar — svo sem dæmin sanna.
Þá er spurt í 39. lagi: »Hvað viljið þér,
að það sé (sem sett væri ístaðinn)?c