Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 173
169
Þessari spurningu er þegar fullsvarað með
öllu framansögðu: »Ekkert í staðinn, en allt
við sama*.
Þá er 40. spurningin, sem er í samræmi
við hinar fyrri og er orðuð þannig:
»Viljið þér skipta um nafn á hinni evan-
gelisku-lútersku Þjóðkirkju íslands?®
Þarna er sleppt úr einu úrskerandi heiti
i fullu nafni islenzku kirkjunnar, sem ég
hefi vanizt, og tel allmiklu, eða jafnvel
mestu skipta, eða geta skipt, en það er
ákvæðisorðið:, »kristileg«. Því að þótt »evan-
gelíums«-nafnið sé notað, eitt fyrir sig, þá
gefur það enga reglu eða tilsögn um það,
hversu »evangelíið« sé eða skuli með farið,
og vitanlegt er, að með það má fara og hefir
verið farið margvíslega, og jafnvel ókristi-
lega, eða öðruvísi og jafnvel gagnstætt því,
er Kristur kenndi, en slíkt má aldrei og
hvergi gerast í uafni Krists og kirkju hans.
Náttúrlega mætti nefna kirkjuna eingöngu
sínu almenna, eðlilega og rétta nafni, og
kalla hana aðeins: »Kristilega kirkju*, því
að það á hún um fram allt að vera. En með
því' einu væri hún þó ekki auðkennd frá
öðrum kirkjudeildum eða aðgreínd með nein-
um séreinkennum, og gæti það haft sínar
afleiðingar, og ýmsar viðsjárverðar, eftir því,
sem með væri farið.
10