Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Blaðsíða 174
170
En með nafni Lúters er hún greinilega og
nægilega auðkennd, og fæ ég sízt séð eða
skilið, að henni geti orðið vansi eða hnekk-
ir að því nafui, ef að því er gáð, sem skylt
er, og eftir því farið, að Lúter vildi og
meinti, að kirkja Krists væri aðeins byggð
og studd við Krist sjálfan og Guðsorð hreint
og ómengað í lieilagri ritningu, og barðist
fyrir því, að hver einstakur kristinn maður
lærði að nota Ritninguna sjálfur, rannsaka
ritningarnar sjálfur með gáti og greind, og
þá fyrst og fremst líf og kenning og dæmi
Drottins Krists, með fyllsta hugsunar- og
samvizkufrelsi, aðeins innan þeirra takmarka,
sem velgrunduð Krists þekking og trúartil-
finning einlæg og alvarleg, eða bezta sam-
vizka setur. Eg sé því ekkí annað, en að
vel eða bezt fari á því enn, og enda altaf,
að kirkja vor eða kirkjudeild, haldi áfram
að lifa og starfa undir sínu gamla, góða rétt-
nefni. Því að með því er fullkomlega auð-
kennt eðli hennar, andi og stefna, og starfs-
máti. Og þá fer og ekki síður vel á því, að
kenna hana jafnframt hér við land vort eða
þjóð, því að íslenzk, já, sem sanníslenzkust
ætti hún að vera, og laga sig og haga sér
eftir sönnum og náttúrlegum þörfum, ein-
kunnum og háttum þjóðar vorrar, sem land-
ið vort og náttúrufar þess setur oss, að