Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Síða 175
171
Drottins vilja; og landið vort og þjóðlegt
eðli á og má líka setja á hana sinn svip,
svo sannarlega sem þjóðerni og eðli vort er
hrein-íslenzkt, eða í sæmræmi við náttúru
vors lofthreina, bjarta og holla lands, fjöl-
breytni þess, fegurð og tign.
Af öllum þessam ástæðum finn ég enga
þörf og enga bót í því, að breyta um nafn
kirkju vorrar, og svara þá um leið seinustu
eða 41. spurningunni svo, að ég kýs henni
ekkert annað eða nýtt nafn.
, «
Eg hefi nú, fyrir mig, svarað öllum hin-
um mörgu, 41, beinu spurningum, sem beint
heflr verið til vor presta, svo einlæglega og
einfaldlega, og svo skýrt og stuttlega, sem
ég framast þóttist geta og mega. En ég hefði
getað búizt við spurningunum enn fleiri, úr
þvi, að öllum framan umræddum spurning-
um var hleypt af stað út í almenning. Að
minnsta kosti tvær í viðbót hefðu átt að
koraa, eftir því, sem á síðari timum hefir
hér verið »sungið og kveðið«. Önnur þeirra
hefði átt að vera um: »Reiði Guðs«; en hin
um: »Friðþæginguna fyrir dauða Krists,
endurlausnina fyrir hans blóð«. Því svo
margt og mikið hefir verið um þetta ritað
og rætt, og jafnvel prédikað frá ræðustól-
um kirkna, til þess að áfella þá og hnekkja