Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 176
172
þeim kirkjunnar mönnum, sem, fyr eða síð-
ar, hafa haldið eér við orðalag biblíunnar
um þessi mál. Játa ég, að mér hefir oft hitn-
að og sárnað af þeirri ónærgætni og röngu
meðferð, sem hér hefir verið á höfð; og mig
oft langað til að mótmæla henni með nokk-
urri greinargerð, þótt ekki hafi af því orðið
— mest vegna óframfærni minnar. En nú
langar mig til að láta af því verða að
nokkru.
1. Um »reiði Guðs« hefi ég þetta að segju
og játa:
Orðatiltækið um »reiði Guðs«, að Guð sé
eða verði »reiður«, er mjög oft notað í biblí-
unni, t. d. i Davíðs sálmum og mikiu víðar;
og jafnvel Jesús sjálfur notar það í sumum,
dæmisögura eða líkingum síuum, t. d. þar,
sem hann segir um konunginn eða húsbónd-
bóndann, er hann táknar Guð með: »Þá
varð konungurinn reiður« — »þá varð hús-
bóndi hans reiður«, o. s. frv.; og þessa »reiði«
lætur hann koma út eða fram í þungri refs-
ingu eða álagningu. í huga og munni Jesú
Krists eru þetta sannar og eðlilegar líkingar,
í fullu samræmi við mannlegar tilfinningar.
En með þeim táknar og túlkar Jesús aðeins
réttlæti og réttlætisráðstafanir Guðs, sem
lætur hið ranga og vonda dæma og draga
sig til hegningar sjálft, eða hina ófullkomnu