Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 177
173
xnemi læra og vitkast af þungum alieiðing-
um hin8 illa og ranga; eða þá leggur raun-
ir og þrautir á, jafnvel góðar og velþóknan-
legar manneskjur — allt í þeim elskuríka
tilgangi, að viðkomandi menn verði fyrir
það fullkomnari, betri og farsælli. Annað en
þetta á Jesús, og getur ekki átt við, með
orðtakinu um guðlega »reiði«, samkvæmt
öllum hans anda og annari kenning og fram-
komu hans. Enda verður og hvergi séð né
né fundið, að hann sjálfur hafi nokkru sinni
verið haldinu heift, eða illviljaðri, hefni-
gjarnri reiði, heldur þvert á móti. Hann gat
að vísu orðið gramur og sár yfir illsku,
heimsku og rangsnúuingi, rangsleitni og
ómennsku, hræsni, skinhelgi, hroka og drambi
manna, og þá einnig sáryrtur; en aldrei og
hvergi í hefndarskyni, með heil't og vonzku.
En í hug og munni líðándi og þunga þjáðs
manns, er og verður orðtakið »reiði« og önn-
ur þesskyns orðtæki, einmitt réttustu og
sönnustu orðtökin, eðlilegustu táknin eða
lýsingarnar á tilfinningum hans sjálfs, allra
helzt þó, ef hann er ekki því sterkari að
þekkingu og trú á gæzku og réttlæti Guðs,
og ef þjáningin er mikil mjög — öldungis
eius og hverju barni finnst og sýnist, að
jafnvel bezta móðir og bezti faðir séu »reið«,
heiftúðug og jafnvel vond og grimm, þegar