Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Blaðsíða 178
174
þau hirta það harðlega, eða beita það ströng-
um aga, til þess eins, að láta það finna og
reyna og skilja afleiðingar hins illa og Ijóta,
og venja það og laga til góðs og gæfusam-
legs lífs, enda þótt foreldrarnir taki þetta
hjartanlega nærri sér, og finni sárt til með
heitt elskuðum börnunum. Á samá eða líkan
hátt er varið tilfinningum og hugarhræring-
um vor manna almennt gagnvart Guði, hin-
um algóða föður, að minnsta kosti mjög oft,
þegar hann lætur yfir oss koma þunga
reynzlu; og þvi fremur sem meiri og þyngri
er hinn álagði kross, Þessar og þvílíkar til-
finningar geta, meir að segja, leitt menn
svo iangt og hafa stundum gert það, að
þeim finnst ekki aðeins, að Guð muni vera
»reiðigjarn« og »reiðurc, heldur jafnvel, að
hann bæði stjórnist af og stjórni með heift,
bræði og grimmd; eða þá svo langt, að þeir
freístist til að hugsa og jafnvel tala, að eng-
inn góður og því síður algóður Guð sé til.
Um allt þetta má finna margföld vitni og
dæmi í heil. ritningu, aðallega í G. T., og í
lífssögu manna og þjóða, jafnvel kristinna,
á öllum tímum, þegar yfirgengileg neyð hefir
verið á ferð, og sagt hefir verið og segja
mátt, að »Guð hafi vitjað mannanna með
refsingu«, eða. látið afleiðingar villu þeirra
og synda koma þeim hart í koll, ellegar þá