Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 181
177
ar og miklar heimildir í biblíuuni allri; og
hún er lika mjög eðlilega bráðnauðsynleg,
já, ómissanleg í sambandi við kenninguna —
tilfinninguna um ósættið við Guð, ósamræm-
ið við hið góða og gæfusamlega, og lög-
mál þess.
Þessu ósætti, ósamræmi tnilli Guðs og
manns, fylgir ætíð ótti, og jafnvel angist,
óánægja, órósemi og friðleysi í mannssál-
inni, ásamt allskyns annari innri og ytri
eymd — o: þegar samvizkan er vöknuð eða
vakandi. En þá er friðþægingin eina hjálp-
arráðið og meðalið, og er i þvi fólgin, að
»sætta Guð og mann»; koma manni í sem
nánast samband við kærleika Guðs; vekja
og glæða tilfinningu og fullvissu barnsins
um takmarkalausa elsku t'öðurins og Frels-
arans, og fylla það sem mest af elsku og
fulltrausti til hans. Þá er samræmið fengið
og sálarfriðurinn með, og þar með einnig
mátturinn eða möguleikinn til betra og sælia
lifnaðar, lífs og líðunar, með sifelldri styrk-
ing og hjálp frá hæðum.
Þetta er friðþæging, og í þessu m. a. er
fólgin friðþæging Frelsarans, Jesú Krists; og
enginn hefir getað né getur nokkurntíma
friðþægt þannig svo fullkomlega, nema hann,
eða eins og hann. Enginn hefir getað né
getur, eins og haun, látið mannlegar sálir