Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Side 182
178
finna til og reyna, sjá og sannfærast um
allt yfirgnæfanda, endalausan kærleika Al-
föðurins til allra hans barna, og hvers eins
þeirra — hversu breysk og brotleg sem þau
eru; eg enginn hefir getað né getur, eins og
hann, með anda og krafti elsku sinnar, svo
mjög fyllt syndugar sálir elsku og fulltrausti
aftur á móti til »föðurins«; svo mjög sam-
tengt Guð og mann, að mikill breyskleikur,
og jafnvel margar yfirsjónir mannsins raska
eigi lengur sálarfriði hans, heldur verður
jafnvel öllu fremur til þess, að hann enn
innilegar leitar náðar Guðs og styrks til að
»hafna synd« og sigra, en dafna að dyggð-
um og vaxa að vizku og velþóknan Guðs.
En þótt nú, vonandi, flestir vilji fallast á,
eða geti fallizt á svona lagaða skýringu frið-
þægingarinnar, þá virðast þó margir, ótrú-
lega margir, og sumir þeirra næsta ólíklega,
hneikslast á ýmsum orðatiltækjum sjálfrar
biblíunnar um hana, og telja. þau fjarstæðu
eina, svo sem þau: að vér séum eða verð-
um »friðþægðir« fyrir hans blóð«, »réttlættir
fyrir hans dauða«; að »blóð hans hreinsi oss
af allri synd«, og að »fyrir hans benjar sé-
um, eða verðum vér heilbrigðir«. Öll þessi
orðatiltæki eru þó augljós og auðskilin, lík-
ingarorð, ákaflega sönn og vel viðeigandi, og
koma líka fullkomlega heim við hin alkunnu