Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Síða 183
179
orð Jesú sjálfs: «Þetta er nnnn líkami —
þetta er mitt blóð, sem fyrir yður er gefinn
— og úthelt, til fyrirgefningar syndanna*.
En þessi orð eru einnig likingarorð, sem
minna aftur svo mjög á þessi áður töluðu
orð hans: »Enginn hefir meiri elsku en þá,
að hann láti lífið fyrir vini sina«.-. — »Ég er
góði hirðinn, og gef út lífið fyrir sauðina*.
Ég hef áður sagt, að dauði Jesú sé hin
sterkasta sönnun, og blóð hans hið sannasta
tákn og merki kærleika hans til Guðs og
manna; og nú endurtek ég þetta, og segi, að
ég sé og finn ekki betur, en að allt þetta sé eitt
og hið sama: Pína og dauði og blóð Jesú
Krists ekkert annað en sannleikstákn um
kærleika hans, sem »yfirgengur allan skiln-
ing«; og þessi kærleikur er það, sem »frið-
þægir«, »sættir«, samræmir, sameinar Guð og
mann, og frelsar frá synd og dauða. »Þess-
vegna er einnig ekkert sannara sagt en það,
að Jesús er »fyrir oss« og »vor vegna« dá-
inu; og að það er fyrir hann, hans sakir,
hans verðskuldun og meðalgöngu, að vér
komumst, fyr eða síðar, í sátt og frið eða
8ameining við Guð, og þar með til guðlegrar
fullkomnunar og sælu. Annars mun friðþæg-
ing og fyrirgefning geta verið eitt og hið
sama. Því sá, sem friðþægður er, finnur sér