Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 184
180
fyrirgeíið, og sá, er fyrirgefning fær, finnur
sig í friði og sátt við Guð.
Fáist maður til að tileinka sér þessa kenn-
ingu þannig, að hann finni og sjái, með trú
og trausti, tilgang, mátt og mikilleik kærleika
Krists og allrar kærleiksfórnar hans, og finni
og viðurkenni um leið syndugleik sinn og
syndalausnarþörf, þá höndlast hann af Kristi,
sigrast af kærleik hans, og gefst fús og feg-
inn á hans vald. Og þótt hann þá sé marg-
og stórsyhdugur og sekur, þá finnur haun
sér samt allt það, sem »búið er að vera«,
fyrirgefið, svo sannarlega sem hann af hjarta
vill það allt hafa »ógert látið«, og það aldrei
framar að hafast, og finnur bjá sér alúðar-
vilja til allrar góðrar viðleitni. Því að þá
finnur hann það satt reynast, að Drottinn
»tekur viljann fyrir verkið«, og styrkir góðan
vilja, sem biður liðs og líknar. A þenn-
an hátt hafa og ótal margir stórsyndarar,
»glataðir synir«, tileinkað sér óumræðilegan
kærleika Krists og leitað aftur »heim til föð-
urhúsannac, fengið ástúðar og fagnaðarmót-
tökur og allt og allt fyrirgefið — fundið sig
»friðþægða« við Guð fyrir Krist, kærleik
hans, blóð hans. Allt annað mál er það, að
dauð, blind og heirask trú á kærleik Guðs
og Krists og »fyrirþægingu fyrir hann«, trú
án iðrunar og afturhvarfs eða betrunarlöng-