Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 185
181
unar og viðleítni, gagnar síður en ekki; held-
ur er hún stórsyndsamleg og skaðieg; því að1
þá gerir hún kærleik Krists, og friðþægingar-
fórn hans áðeins að »skálkaskjóli«, svo að
þá verður »syndgað upp á náðina«. Er hörmu-
legt til 8líks að hugsa, og hræðilegt, ef eða
þegar hin alveg ómissanlega, hæst nauðsyn-
lega Friðþægingarkenning hefir verið eða
kann að verða þannig misnotuð. — Þessu
hefir líka óspart verið haldið fram, til að
hnekkja hinni gömlu friðþægingarkenningur
og þá jafnframt kirkjunnarmenn.aðallega þeir
gömlu og eldri, sakaðir um og áfelldir fyrir
slíka meðferð á friðþægingarkenningunni, að
hún sé blátt áfram »ósiðleg«. Fyr má nú vera!
En þetta er bæði illa og ranglega gert. Frið-
þægingarkenningin og trúin má engan veg-
inn óvirðast né útrýmast eða upprætast, eins
og ótal dæmi dáinna og lifandi manna bert
sýna, með því og, að hér er og fer allt eftir
hlutarins eðli. Og ég þekki ekkert dæmi þess,
að kirkjunnar menn hafi kennt eða boðað nokkr-
urri mannssál fyrirgefning synda, friðþægingu
eða frið við Guð, án iðrunar og lifandi trú-
ar, síðan katólska kirkjan leiddist út i þá ó-
dæðis óhæfu, að selja mönnum fyrirpeninga
»fyrirgefning« drýgðra og ódrýgðra synda á
dögum Lúthers. Víst og satt er það, að allt
annað kenndi prestaskólinn, sem ég og mínir