Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 186
182
námsbræður vorum á, og ég fullyrði, að eng-
inn af oss hefir nokkru sinni gert friðþæg-
ingarkenninguna »ósiðferðilega«, með útlist-
unum sínum á innihaldi hennar.
En miklu fremur finn ég til þess, að ásaka
mætti mig, og máske fleiri, fyrir það, að hafa
ekki nógsamlega skýrt og skilmerkilega út-
listað sannan grundvöll, eðli og skilyrði guð-
legrar fyrirgefningar og friðþægingar, og sálu-
hjálplegar verkanir hennar. Og þá einnig nú
fyrir ófullkomna og ónóga útlistun, sem hér
er nú framborin.
EFTIRMÁLl.
Þá hef ég komið nafni á, að svara fyrir
mig, framan ræddum trúar- og vandaspurn-
ingum. Það hefir tekið lengra mál og meira
rúm en ég ætlaði í fyrstu; og þó finnst mér,
að all-margt, já, æðimargt, sé ekki nærri nóg-
samlega ljóst eða skýrt fram tekið. En margt
er líka þannig vaxið í þessum efnum, að erfitt
er orðum að að koma, eða lýsa með viðeig-
anda máli. Tel ég það mér til afsökunar á-
samt ýmsu fleiru.
Það er ekki í fyrsta sinn, sem þessar og
því um líkar spurningar hafa fyrir mig komið.
Því að fyr og síðar hafa þær brotist um og
ruðst að í huga minum i sambandi við köll-