Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 187
183
unarverk mitt, og verið vaktar bæði af eigin
efa og vantrú, og þrá eftir trúarvissu og sál-
arfriði, og þá jafnframt af allskonar vantrúar-
og efasemdaröddum og spurningum utan að.
En það er í fyrsta sinn hér, og líklega víð-
ast hvar annarsstaðar, að slíkar spurningar,
og það svo margar, koma til presta og al-
mennings svona beint og berlega frá ungum
og óreyndum nemendum »kristilegrar« guð-
fræði og tilvonandi prestaefnum. Veit ég varla,
hvort ég á að lofa slíkt eða lasta. Það fer
eftir orBök og tilgangi þessara spurninga, og
svo árangrinum af væntanlegum svörum
hinna aðspurðu.
En það uggir mig, að allur almenningur
hafi ekkert við þessar spurningar að gera,
og ekkert gott af þeim, heldur hið gagnstæða,
nema þá því aðeins, að hann jafnframt, eða
á eftir, fái að sjá eða heyra sem fyllst al-
varleg og einlæg, og helzt, ítarleg svör
hinna aðspurðu, prestanna, er sérstaklega
eru kallaðir til að hugsa og ræða þessi mál-
efni, og standa í þjónustu þeirra.
En nú langar mig til að gera, að síðustu,
dálítð frekari grein fyrir framanskráðu máli
mínu, svara aðferð minni, hugsanagangi mín-
um, ályktunum og niðurstöðum:
Ég hefi með vilja og ráðnum hug jafnan,
eða jafnaðarlegast, vitnað aðeins til guðspjall-