Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Side 188
184
anna eínna, oftast yíir höfuð, en sjaldnast
til einstakra orðréttra setninga í þeitn, og
sem sjaldnast til annara rita i N-T. Þetta
geri ég af því, að nú er það almennasta og
mest tiðkaða viðkvæðið, ráðleggingin og rök-
semdin um rétta Krists þekking, og allt í
sambandi við hann, eins og líka er í alla
staði rétt, að menn skuli sjá og heyra Jesúm
Krist sjálfan, og trúa á hann, »eins og hann
blasir við oss í guðspjöllunum«. Eg hafði
þess vegna jafuan guðspjöllin fyrir huga mín-
um, oftast nær eingöngu við meðferð spurn-
inganna, og vil nú taka fram, svo skýrt sem
má, að þannig blasir hann við mér í guð-
spjöllunum, eða kemur minni sál fyrir sjónir,
eins og svör raín leitast við að sýna. Vel
vissi og veit ég reyndar það, að í guðspjöll-
unum eru ýmsir staðir, ýms orð og ummæli,
málsgreinar og jafnvel heilar frásagnir, sem
rengdar eru og vefengdar sem »óegta«, »inn-
skot siðara tíma«, eða «skáldskapur«, eða
»misskilnings eða einfeldnis villa« oftrúaðra
eða trúgjarnra höfunda. Og þá er það svo
einkeunilegt og »holdinu« líkt, að þetta er
helzt og aðallega látið eiga við um þá staði,
sem allra skýrast, sterkast og afdráttarlaus-
ast lýsa hinu guðdómlega, himneska, dular-
fulla og yfirmannlega i persónu Krists, verk-
um hans og framkomu; náttúrlega af þvi, að