Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 189
185
slikt er ofar og utai' almennri »vísinda«-
þekkingu, og mannlegri tilvitund, hugsana-
venju og skilningi.
En hugsum oss og setjum svo, að allir
þessir höfuðstaðir yrði strikaðir út, þá yrðu
samt eftir svo margir samskyns eða sam-
ræmislegir staðir, sem minna ber á, í guð-
spjöllunum, og svo til viðbótar og uppbótar
í ritum postulanna, að Jesús mundi einnig
i þeim, gegnum þá og út úr þeim >blasa«
við mér, og mínum likum, mjög likt og nú
gerir hann í guðspjöllunum, eins og þau eru
enn óskert yfir höfuð; að vísu ekki í jafn
sterkum ljóma, en þó í samskonar dýrð.
En — yrðu nú einnig allir þessir minna á-
berandi staðir um yfirmannleik og undur-
samleik, eða yfirburði Jesú Krists frádæmdir
sem »óegta innskot« eða tilbúningur, hvað
væri þá eftir? Þá færu þau að verða fremur
stutt og rýr guðspjöllin — og postularitin þá
líka; og eftir yiði ekki aunað en eitthvert
sögulegt frásagnarhrafl, sem líka mætti »kríti-
sera«, og alveg máttlausar siðakenningar án
nokkurs voldugs höfundskápar og myndug-
leika, án nokkurs guðdómslegs og eilífs trú-
argrundvallar.
En svo að ég hverfi nú aftur að trúar-
spurningunum margumræddu, þá endurtek ég
það, að ég hef mörgum sinnum áður orðið
11