Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 190
186
fyrir þeim, svo sem fyr segir, ‘og"þá fengið
að reyna sannleik spádómsins gamla yfir
Jesúbarninu i Jerúsalems-musteri: »Að hann
mundi verða það tákn, sem móti yrði mælt
o. s. frv. Því að það hefur líka komið fyrir
mig, og einatt ásótt mig, að vera veiktrúaður
og efasjúkur, og eiga þá líka erfiðast með að
eiga við dulrúnir og rök trúarinnar og kenn-
ingarinnar um guðdómleika trúarhöfundar
vors; en heíi þó alltaf jafnframt fundíð, að
guðdómaleika trúna, eða trúna á fullan trú-
verðugleík guðspjallanna um uppruna og eðli
Krists mætti ég allra sízt missa; þvi að án
hennar myndi ég einnig missa tiltrúna til
hans og traustið til kenninga hans, boða og
fyrirheita, með því og, að þá myndi ég líka
mis8a sannfæringuna um sannleiksgildi flestra
annara undursamlegra frásagna um hann, og
varla meta hann og málstað hans meir, en
ég geri um hvern annan mikinn og góðan
raann.
Því að satt að segja hefir mér aldrei nægt
minna en það, sem birt er og framboðið í
Jesú frá Nazaret og öllu um hann i óskert-
um guðspjöllunum. — Mér hefir líka verið
mjög viðkvæmt mál það, að mega verða
sannfærður um, að það væri sannleikur, sem
ég sjálfur tryði og ætti að kenna öðrum i
sáluhjálparefnum. Því hefi ég einnig jafnframt