Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Side 191
187
reynt, að gefa gaum, og brjóta eftir föDgum,
heilann líka um önnur trúarbrögð og aðrar
andlegar stefnur, aem mér hafa verið kunn-
ar; og þá oftast í kyrþey, reynt að bera höf-
unda þeirra og kenningar saman við höfund
trúarbragða minna og kenningar hans í orði
og verki.
En í engri þeirra einni saman, og ekki
heldur í þeim öllum til samans, hefi ég fundið
fullnægju minni sál. Það hefir vantað og
vantar allt af i þær eitthvað það, sem ég má
ekki án vera; eitthvað það, sem svalar,
huggar og hjálpar, hvernig sem á stendur, og
svarar þörfum og hjálpræðis- og sannleiks-
þrám og spurningum hjartans; eitthvað, sem
styrkir í hverskyns stríði; gefur sigur í freist-
ingum; bjargar í og úr syndaneyð, hressir i
sorg og bregður vonarbirtu yfir allt, eða leysir
bjarglega ráðgátur lifs og dauða, eins og ég
finn og reyni, að Jesús gerir, ef honum er
trúað og á hanu er treyst og vonað sam-
kvæmt því, sem um hann og frá honum er
sagt, svo einfaldlega og vefjulaust í guðspjöll-
unum, eins og þau hafa frá upphafi legið fyrir
og liggja enn frammi fyrir öllum, sem í þaulíta.
Fyrir því hefir og jafnan niðurstaðan hjá mér
orðið nær alveg hin sama og nú í svörum
mínum við umræddum trúarspurningum, og
allt af á endanum borið að sama brunninum: