Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Blaðsíða 192
188
brunni eilífa lífsvatnsins, Jesú Kristi, svo að
ég hef getað sagt, og vona að geta alltaf sagt:
»Við þennan brunninn þyrstur dvel ég« —
En eigi að síður hefi ég viljað og reynt, að
virða og viðurkenna og hjá öðrum trúar-
brögðum og stefnum, allt það, sem mér hefir
sýnst eða fundizt vel samrýmast kenningum
anda og dæmi Drottins Krists, og fagnandi
heyrt og aðhyllst, eins og unnt var, allt það
bjá þeim, sem mér hefir sýnst eða þótt styðja
og styrkja eða hreint og beint staðfesta sann-
leika Kristskenninganna og Kriststrúarinnar,
svo sem um guðdómleik hans, ódauðleik og
eilíft líf, og margt og mikið annað, bæði trú-
arlegt og siðgæðislegt, óumræðilega dýrmætt
og ómissanlegt.
En af þvi, að ég hef verið, og er, eins og
eðlilega margir fleiri, líkur Tómási um að
vera efagjarn, og efinn sækir jafnan mest á
um hið allra dýrmætasta og æðsta, og mig
langar, eins og Tómas, til að »taka á« til að
geta trúað, þá hefi ég líka reynt jafnframt
að hleypa skynserni minni að, hafa hana með,
eins og hún hefir verið til, og láta hana »taka
á«, reyna að finna einhver merki, einhver
rök, eða þó líkindi fyrir trúarkröfum hjart-
ans, 8vo að ég skyldi ekki finna trú mína alveg
blinda eða ástæðulausa, ekki alveg grund-
vallarlausa, að minnsta kosti fyrir sjálfan