Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 193
189
mig. Hefi þessvegna reynt, að hugsa mér,
hversu þetta eða hitt truaratriðið kynui að
hafa getað gerst, eða átt sér stað, og það þá
orðið einhvernveginn á þann veg, sem fram
kemur í trúarspurninga-svörum mínum hér
að framan. En þá er mér líka skylt að segja
og játa, að við allt þetta hefi ég einnig haft
stuðning og hjálp af allri þeirri kynningu og
fræðslu, sem ég hefi getað öðlast, frá öðrum
sviðum enn því guðfræðilega, og loks ekki
all-litla fræðslu og hjálp af nokkuð lángri
eigiu lífsreynslu, og athugun á lífsreynslu
annara manna.
En þótt ég nú hafi fundið fró fyrir mig og
stuðning trú minni við umgetnar hugleiðingar
og skilnings tilraunir, þá er samt, auðvitað,
fjarri mér, já, mjög fjærri, að hugsa eða, segja,
að ég þykist skynja eða skilja nokkuð til
hlítar eða geta komið með alsannar fullyrð-
ingar, fremur en aðrir dauðlegir, takmark-
aðir menn, heldur finn og játa ég auðmjúk-
lega, að það er ekki mitt að vita víst og
fullyrða djarft og digurt, og sízt með »forsi
og frekju*, um það, sem Guðs eins er að
vita, og að það er enn sannlega satt, og
Verður liklega lengst um hér, að »þekking
vor er í molum«, og skilningurinn eftir þvi,
þar eð »vér sjáum aðeins eins og í spegli og