Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Síða 194
190
ráðgátu«, eða »gegnum þokugler«, flest eða
allt, sem hér er og gerist.
Því segi ég það enn, að til þess er engin
heimild né réttur, að rengja og hafna af
þeirri ástæðu einni, að þekking og skilning
brestur, á því, sem þó er og gerist, og það
því síður, sem það er æðra og þýðingarfyllra.
sem um er að ræða, eins og heilaga leynd-
ardóma, Krists og kristindómsins. En allra
fráleitast og óskaplegast, og um leið ósæmi-
legast og óþolanlegast, hefir mér altaf fund-
ist því meir, sem líf og alvara færist yfir,
þegar það kemur fyrir, sem of oft er og' of
víða, að hugsað er, skrafað og skrifað um
andleg mál, einkum trúar og eilífarmálin,
mjög léttúðlega eða glannalega, með spotti
og frekju, fyrirlitning og kæruleysi, eða þá
með mjög miklu þekkingar- og skilningsyfir-
læti og myndugleik, enda þótt af litlu sé að
láta, fyrir oss flestum. Ég get skilið, og fundið
til með, ég get umborið, já elskað og virt
hvern alvarlegan og einlægan efasemdur-
mann, sem i hreinskilni og hóglæti er að
»glima við Guð«, glíma við ráðgátu lífs og
dauða, tima og eilífðar, er ekki, í monti og
mikillæti, að sýna almenningi sin slingu
glímubrögð, heldur á allt við Guð sinn ein-
an, og máske beztu vini sina; og hjartanlega
vildi ég mega vera slíkum manni að liði