Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Síða 195
191
En trúarlega léttúð, eða alvöruleysi um and-
leg og eilíf málefni, ásamt miklu þekkingar-
rembilæti, get ég ekki skilið, og enn síður
um borið.
Og allra síðast vil ég nú. enda með því,
að segja síðustu, en ekki síztu, ástæðuna
fyrir því, að ég aðhyllist Krist og kristna
trú og kenning í þeirri mynd, sem þegar
er lýst, og guðspjöllin sýna þó bezt, og hún
er sú sögulega og öllum augljósa sjón og
staðreynd, að í þessari mynd hefir kristin-
dómurinn frá upphafi reynzt og res'nist enn
öttugastur og ávaxtarsamastur til allra góðra
verka, uppbyggingar, umbóta og blessunar
ifyrir allt lifið, andlegt og líkamlegt í heimi
iþessum, þar sem hann annars heíir komizt
i)il valda í hjörtum, hugum og lífsbreytni
mannanna; og í þessari mynd nær hann
eiimig mannshjörtnnum og fullnægir þeim
meir og betur en í nokkurri annari mynd,,
sem ég þekki. Því að hverjir hafa unnið,
og feverjir vinna enn og alltaf allstaðar
kristiiegu kærleiks og mannúðarverkin, and-
legu og líkamlegu líknar-, huggunar- og
mannbetrunar-verkin mest og flest í heim-
inum?
Ég veit ekki sannara r.é betur, en að
þetta hafi alltaf allstaðar gert og geri enn
feelzt það fólk, bæði hér og annarstaðar,