Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 196
192
sem hjartanlegast og örugglegast, og jafn-
framt einfaldlegast trúir á og elskar Jesúm
Krist, »eins og hann blasir við því í guð-
spjöllunums, án nokkurs frádráttar, frá upp-
málaðri lifandi mynd hans þar.
Enn >af ávöxtunum þekkist tréð« — og
»af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá<.
Og að svo mæltu langar mig til að enda
síðast með þvi, að lýsa yfir þeirri hugsun
minni, ósk og von, að hiu sama eða svipuð
muni og megi verða og hér hjá mér, trúar-
játning mikils meiri hluta — helzt allra —
presta þessa lands, enda þótt þeir kunni vel
að styðja og létta, hver sína trú, með öðru-
vísi greinargerð en ég, og eflaust margir
með miklu einfaldari og þó aflmeiri rök-
semdum, sera ég þá þrái að heyra, til enn
meiri styrkingar minni trú, og annara, sömu
trúar.
Svo fel ég höfundi og herra þeirrar trú-
ar, sem hér er reynt að verja og styðja,
örlög og árangur veikrar og ófullkominnar,
en einlægrar viðleitni minnar.
AlllS. Ritgerð þessi heíir komið áður fyrir nokk-
urra manna sjónir i Rvik, og ýmsir þeirra talið hana
útgáfuhæfa, og vænlega til nokkurrar uppbygg-"